Myndir frá verkefninu

 

Dagana 9. til 13. júní 2009 fór Ingólfur ásamt starfsmönnum Fjarska til að mæla endanlega fyrir heimtaugum ljósleiðarans og þá tóku þeir Kjartan Pétur Sigurðsson myndir sem eru hýstar á vefsvæði Kjartans, www.photo.is. Fleiri myndir frá verktímanum verða settar hér inn síðar.


Myndirnar hér á eftir voru teknar af starfsmönnum Fjarska haustið 2009 þegar heimtaugar voru plægðar í jörð. Grafa þurfti niður á ljósleiðarastreng Rarik til að komast að þráðunum tveimur sem mynda aðalstrengi kerfisins.

Hér sést eitt af tengiboxum ljósleiðara Rarik í Öræfum.

Hér sjást þeir Sigurjón, Guðjón og Örn á Hofstorfunni vera að draga ljósleiðara í rör.