Þú ert hér > Dyrholaey.is > Um okkur

Um okkur


Hótel Dyrhólaey er með 88 herbergi eftir síðustu stækkun.  Öll herbergi eru með sér snyrtingu og sturtu. Herbergin eru einnig með sjónvarpi, hraðsuðukatli, hárþurrku og sími er í öllum herbergjum. 

Hótel Dyrhólaey er fjölskyldufyrirtæki og á rætur að rekja til ársins 1993 þegar byrjað var að leigja út 6 herbergi í heimahúsi.  Með tímanum hefur hótelið stækkað enda Mýrdalurinn vinsæll áningarstaður ferðamanna.

Útsýni frá Hótelinu er einstakt bæði til suðurs yfir Mýrdalinn, Dyrhólaey og Reynisfjall. Og einnig til norðurs þar sem Mýrdalsjökull rís að baki Búrfells og annara fjalla.

Á hótelinu er þráðlaust net.  Í matsal hótelsins er hægt að fá morgunverð og kvöldverð og hádegimat fyrir hópa.

Hótel Dyrhólaey er í samtökum Ferðaþjónustu bænda. 
 


Til baka


 

Hótel Dyrhólaey • Brekkur • 871 Vík • Sími: 487 1333 - GSM: 894 1420 • Netfang: dyrholaey@islandia.is