Þú ert hér > Dyrholaey.is > Afþreying

Afþreying


Bátsferðir á Jökulsárlóni

Til að fullkomna heimsókn að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi er upplagt að fara í siglingu um lónið.
 

Minjagripir

Ef þig vantar minjagripi eða gjafir, er hægt að fara í Víkurprjón í Vík.  Þar er hægt að fá ullarvörur og breitt úrval minjagripa.  Leirbrot og gler í Vík notar endurunnið gler í sína muni.

 
Fuglaskoðun

Fyrir fuglaskoðara er gaman að eyða tíma við ströndina, einnig á mýrunum við Dyrhólaós og víðar.

 
Kirkjuheimsókn

Það getur verið gaman að líta við í gömlu sveitakirkjunum, sem hver hefur sinn sjarma.

 
Eyjafjallajökull visitor centre

Í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli árið 2010, hefur verið sett upp sýning á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum um gosið og áhrif þess á byggðina.

 
Fiskeldi

Í Fagradal austan Víkur, er bleikjueldi sem hægt er að skoða. Þar má einnig kaupa í leiðinni reykta bleikju eða lax.

 

Söfn

Í Skógum er Byggðasafn sem enginn má láta framhjá sér fara. Þar hefur farið fram mikil uppbygging, byggð á söfnun Þórðar Tómassonar á gömlum munum.  Í Brydebúð í Vík er vísir að ágætis safni og söfnin í Vestmannaeyjum eru einnig athyglisverð ef þangað er farið.

 

Jöklagöngur

Jöklagöngur á Sólheimajökul eru orðnar mjög vinsælar.  Slíka göngu verður að fara með leiðsögumanni, enda jökullinn sprunginn og nauðsynlegt að hafa réttan búnað og leiðsögn.

 
Hestaleigur

Víða er möguleiki á að komast á hestbak.  Það er þó árstíðabundið hvaða leigur eru í rekstri.

 
Snjósleðaferðir

Á Mýrdalsjökli er boðið upp á snjósleðaferðir. Við góðar aðstæður er stórbrotið útsýni af jöklinum.



Jeppaferðir

Nokkrir aðilar bjóða upp á jeppaferðir á svæðinu.  Hægt er að velja langar eða stuttar ferðir og ýmsa möguleika.



Gönguferðir

Frá hótelinu eru margar áhugaverðar gönguleiðir.  Við höfum kort af nokkrum leiðum fyrir okkar gesti.



 


Til baka


 

Hótel Dyrhólaey • Brekkur • 871 Vík • Sími: 487 1333 - GSM: 894 1420 • Netfang: dyrholaey@islandia.is