Þú ert hér > Dyrholaey.is > Dyrhólaey

Dyrhólaey

Í 9 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu er Dyrhólaey, höfði (um 110 m y.s.) með þverhníptu standbergi í sjó fram, en aflíðandi brekka er landmegin. Suður úr Dyrhólaey gengur mjór klettatangi sem nefnist Tóin. Gegnum hana er gat og geta bátar siglt gegnum það þegar sjór er ládauður. Af Dyrhólaey er mikil útsýn. Vesturhluti hennar, Háey, er úr móbergi en austurhlutinn úr grágrýti. Talið er að Dyrhólaey hafi myndast á hlýskeiði seint á ísöld við gos í sjó og hafi gosið hagað sér líkt og Surtseyjargosið. Árið 1910 var byggður viti á eynni og var hann endurbyggður 1927. Dyrhólaey var friðlýst 1978. Dyrhólaey og drangarnir í nágrenni hennar er mikil paradís fuglaskoðara.

   

Heimild: South.is og Wikipedia


Til baka


 

Hótel Dyrhólaey • Brekkur • 871 Vík • Sími: 487 1333 - GSM: 894 1420 • Netfang: dyrholaey@islandia.is