Þú ert hér > Dyrholaey.is > Reynisfjara
Reynisfjara
Náttúruperlan Reynisfjara, er á milli Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls og þykir sérlega falleg og tilkomumikil en brimasöm og hættuleg. Reynisdrangar eru nokkrir klettadrangar, allt að 66 metra háir, í sjónum sunnan Reynisfjalls og blasa vel við báðum megin fjalls. Þjóðsagan segir, að tvö tröll hafi ætlað að draga þarna þrísiglt skip að landi en dagað uppi. Svörtu sandarnir eru vinsælt myndefni sem og Reynisdrangar og stuðlabergið við Hálsanefshelli.
Til baka
|