Þú ert hér > Dyrholaey.is > Hjörleifshöfði
Hjörleifshöfði
Hjörleifshöfði er sagður kenndur við Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, sem kom með honum til Íslands á öðru skipi árið 874. Þeir urðu viðskila og hafði Ingólfur vetursetu í Ingólfshöfða en Hjörleifur við Hjörleifshöfða. Um vorið drápu írskir þrælar Hjörleifs hann og menn hans, tóku konurnar með sér og flúðu til Vestmannaeyja en Ingólfur elti þá uppi og drap þá. Uppi á höfðanum er Hjörleifshaugur og er Hjörleifur sagður grafinn þar. Búið var í Hjörleifshöfða til 1936 en bærinn var fluttur af sandinum upp á höfðann eftir að hann eyddist í Kötluhlaupinu 1721. Hjörleifshöfði þótti góð bújörð og þar voru hlunnindi af reka, fuglaveiðum og eggjatekju.
Til baka
|