
Skaftafell í Öræfasveit er 4.807 km2 þjóðgarður stofnaður 15. september 1967. Þar vex gróskumikil gróður milli sands og jökla. Þjóðgarðurinn var stækkaður 1984 og svo aftur 2004 og eru nú um tveir þriðju hlutar af Vatnajökli innan þjóðgarðsins. Í Skaftafelli er að finna margar og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi og þar er hægt er að fara í ísklifur. Stuttar og auðveldar leiðir liggja að Svartafossi og Skaftafellsjökli og fallegt landslag er allt í kring.