Þú ert hér > Dyrholaey.is > Þórsmörk
Þórsmörk Þórsmörk er svæði norðan Eyjafjallajökuls og vestan Mýrdalsjökuls, 60 km vestan við hótelið. Þórsmörk afmarkast af Mýrdalsjökli í austri, Krossá í suðri og Markarfljóti og Þröngá í norðri. Nafn sitt dregur Þórsmörk af germanska guðinum Þór en í Landnámabók segir að Ásbjörn Reyrketilsson hafi numið land í Þórsmörk og helgað landnám sitt Þór. Þórsmörk er mjög vinsæl meðal útivistarfólks og þar er fjöldi gönguleiða. Það er til dæmis mögulegt að ganga á jökulinn, ganga hinn þekkta Laugaveg til Landmannalauga eða þá að ganga í Stakkholtsgjána eða um Fimmvörðuháls til Skóga. Einnig eru ákaflega fjölbreyttar styttri gönguleiðir innan svæðisins og mætti þar sem dæmi nefna göngu í Litla Enda, Stóra Enda eða á Valahnúk eða úr Langadal í Húsadal.
Til baka
|
|